Fréttir
Rafræn vöktun - nýr bæklingur
Rafræn vöktun - eftirlit eða njósnir?
Persónuvernd hefur gefið út nýjan bækling - Rafræn vöktun - eftirlit eða njósnir? - þar sem farið er yfir tíu helstu atriði sem huga þarf að í tengslum við rafræna vöktun, til dæmis með eftirlitsmyndavélum.
Bæklingurinn gagnast þeim sem notast við eftirlitsmyndavélar eða annan búnað til að vakta vinnustaði eða önnur svæði. Þá er mikilvægt að einstaklingar þekki til helstu reglna sem gilda um rafræna vöktun til að vera meðvitaðir um réttindi sín.