Fréttir

Uppfærð skrá yfir tegundir vinnslu þar sem krafist er mats á áhrifum á persónuvernd

4.10.2019

Persónuvernd hefur nú birt uppfærða skrá yfir tegundir vinnslu þar sem skylt er að framkvæma mat á áhrifum fyrirhugaðra vinnsluaðgerða á vernd persónuupplýsinga áður en vinnslan hefst. Skráin var birt þann 19. september sl. í B-deild Stjórnartíðinda og kemur í stað fyrri skrár, sem birt var þann 27. mars 2019. Ekki hafa verið gerðar efnislegar breytingar á skránni að því er varðar þær vinnsluaðgerðir sem þar eru tilteknar, heldur er fyrst og fremst um að ræða smávægilegar lagfæringar á orðalagi.

Persónuvernd áréttar að það er á ábyrgð ábyrgðaraðila að meta í hverju tilfelli fyrir sig, hvort vinnsla krefjist þess að framkvæmt sé mat á áhrifum á persónuvernd, þegar hana er ekki að finna í skránni.

Skráin er aðgengileg undir hnappnum „Lög og reglur“ á vefsíðu Persónuverndar. 



Var efnið hjálplegt? Nei