Tilkynntir öryggisbrestir til Persónuverndar árið 2023 - Tölfræði

Persónuvernd tekur mánaðarlega saman tölfræði yfir þá öryggisbresti sem tilkynntir hafa verið til stofnunarinnar.

Skipting tilkynninga um öryggisbresti eftir tilkynnendum þeirra

Skífuritið hér að neðan sýnir hvernig tilkynningar um öryggisbresti skiptast í flokka eftir því hver tilkynnti um þá til Persónuverndar. Í þeim tilvikum þar sem tilkynnandi féll í fleiri en einn flokk var leitast við að setja hann í þann flokk sem helst lýsti starfsemi hans. Þá skal tekið fram að undir flokkana Fjármálastofnanir, Heilbrigðisþjónusta og Menntastofnanir heyra bæði opinberir aðilar og einkaaðilar.

Skipting tilkynninga um öryggisbresti eftir tegundum þeirra

Skífuritið hér að neðan sýnir hvernig tilkynningar um öryggisbresti skiptast í flokka eftir tegundum þeirra. Flokknum Annað tilheyra annars vegar öryggisbrestir sem falla ekki undir hina flokkana og hins vegar tilkynningar um atvik sem falla ekki undir skilgreiningu persónuverndarlaga og þar með tilkynningarskyldu vegna öryggisbresta.

Loks má hér sjá súlurit sem sýna fjölda hverrar tegundar öryggisbresta eftir mánuðum ársins 2023.




Var efnið hjálplegt? Nei