Úrlausnir

Kvörtun vegna synjunar um aðgang að tölvupósti vísað frá

21.6.2011

Persónuvernd hefur vísað frá máli manns sem kvartaði yfir því að tölvuþjónustufyrirtæki afhenti honum ekki afrit af tölvupóstum hans. Sá aðili sem hann vann fyrir - og keypti þjónustu af fyrirtækinu - hafði orðið gjaldþrota og ekki greitt fyrir veitta þjónustu.

Persónuvernd hefur vísað frá kvörtun manns yfir því Skýrr hf. hafi ekki afhent honum afrit af tölvupósti hans. Skýrr var hýsingaraðili fyrirtækis sem M vann fyrir, en það fyrirtæki varð gjaldþrota. Skýrr hafði þá lokað pósthólfum allra starfsmanna, þ. á m. M. Persónuvernd taldi málið lúta að álitaefnum um haldsrétt, þ.e. um rétt kröfuhafa til að halda hlut eða öðrum gæðum sem hann hefur í vörslu sinni af lögmætum ástæðum vegna vanefnda skuldara. Hún taldi úrlausn slíkra mála falla utan valdsviðs síns og vísaði málinu frá.



Var efnið hjálplegt? Nei