Úrlausnir

Afhending Felix-skráar á Taekwondo-móti

7.7.2011

Persónuvernd hefur fellt niður mál konu sem kvartaði yfir afhendingu Felix-skráar á Taekwondo-móti. Ástæðan var sú að það var ekki á valdi Persónuverndar að rannsaka málið frekar, s.s. með því að afla upplýsinga um eiganda ip-tölu.

Persónuvernd hefur fellt niður mál konu sem kvartaði yfir afhendingu Felix-skráar á Taekwondo-móti. Konan taldi að A hefði stofnað aðgang í sínu nafni, prentað út sk. Felix-skrá hennar og afhent mótsstjóra Íslandsmeistaramótsins í Taekwondo. A hafnaði þessu og lagði fram staðfestingu mótsstjóra. Persónuvernd taldi að það væri ekki á sínu valdi að rannsaka málið frekar, t.d. með því að afla upplýsinga um ip-tölu og eiganda hennar. Slíkt væri aðeins á valdi lögreglu að undangengnum dómsúrskurði.

Þá kom einnig fram við rekstur málsins að Íþróttasamband Íslands hefði í hyggju að breyta skráningarkerfi Felix-skráarinnar til að koma í veg fyrir sambærilega öryggisbresti.

 

Ákvörðun Persónuverndar.


Var efnið hjálplegt? Nei