Úrlausnir

Áframsending verkbeiðni

6.2.2012

Persónuvernd hefur úrskurðað í máli manns sem kvartaði yfir að tölvupóstur sem honum var sendur í vinnunni hafi verið lesinn af samstarfsmönnum. Nánar tiltekið var um að ræða rafræna verkbeiðni. Í vettvangsskoðun Persónuverndar kom ekkert fram sem benti til þess að umrædd verkbeiðni hefði misfarist vegna ákvarðana fyrirtæksins eða af ástæðum sem rekja mætti til mistaka eða vanrækslu. Persónuvernd taldi fyrirtækið ekki hafa brotið gegn ákvæðum laga um persónuvernd með þeim afleiðingum að verkbeiðnir misfórust í póskerfi fyrirtækisins.

Persónuvernd hefur úrskurðað í máli einstaklings varðandi það að tölvupóstur sem honum var sendur í vinnunni hafi verið lesinn af samstarfsmönnum hans. Nánar tiltekið var um að ræða rafrænt senda verkbeiðni. Í vettvangsskoðun Persónuverndar kom ekkert fram sem benti til þess að umrædd verkbeiðni hefði misfarist vegna ákvarðana fyrirtæksins eða af ástæðum sem rekja mætti til mistaka hans eða vanrækslu. Þá taldi sérfróður tæknimaður stofnunarinnar að kerfisvilla væri líkleg skýring og fyrirtækinu yrði ekki kennt um hana. Var niðurstaða Persónuverndar sú að umrætt fyrirtæki hefði ekki brotið gegn ákvæðum laga um persónuvernd með þeim afleiðingum að verkbeiðnir misfórust í póskerfi fyrirtækisins.


Úrskurður Persónuverndar.



Var efnið hjálplegt? Nei