Úrlausnir

Öflun sakavottorðs starfsmanna barnaverndaryfirvalda, heimila og stofnana.

27.2.2012

Persónuvernd barst fyrirspurn Huggarðs um heimildir Barnaverndarstofu til að fá sakavottorð starfsmanna barnaverndaryfirvalda, heimila og stofnana. Veitt var almennt leiðbeinandi svar. Varðandi öflun sakavottorðs við ráðningu nýrra starfsmanna benti  Persónuvernd á 36. gr. barnaverndarlaga. Slíkri heimild væri ekki til að dreifa varðandi öflun sakavottorða frá þeim sem þegar væru við störf og því yrði Barnaverndarstofa yrði að meta atvik hverju sinni og álykta hvort öflun vottorðs væri nauðsynleg til að standa vörð um hagsmuni barna, að lagaskilyrðum uppfylltum.

Mál Persónuverndar nr. 2011/1174, dags. 13. febrúar 2012 (Öflun sakavottorð starfsmanna barnaverndaryfirvalda o.fl.). Huggarður óskaði þess að Persónuvernd tjáði sig um lögmæti þess að Barnaverndarstofa fengi upplýsingar úr sakaskrá um starfsmenn barnaverndaryfirvalda, heimila og stofnana. Persónuvernd fór annars vegar yfir reglur um öflun sakavottorða við ráðningu nýrra starfsmanna og hins vegar um þá sem þegar væru starfandi. Að því er hið fyrra varðaði benti hún á 36. gr. barnaverndarlaga um öflun sakavottorðs við ráðningu í störf hjá barnaverndaryfirvöldum, heimilum og stofnunum. Aðra heimild þyrfti fyrir öflun sakavottorða um hina.





Var efnið hjálplegt? Nei