Úrlausnir

Miðlun upplýsinga um upphaf og lok afplánunar kynferðisafbrotamanna

27.2.2012

Persónuvernd barst fyrirspurn Fangelsismálastofnunar um heimild sína til að að miðla upplýsingum um upphaf og lok afplánunar til Barnaverndarstofu. Veitt var almennt leiðbeinandi svar. Varðandi upplýsingar um lok afplánunarbenti Persónuvernd á 36. gr. barnaverndarlaga. Að því er varðaði miðlun upplýsinga um upphaf afplánunar vísaði Persónuvernd hins vegar til 4. tölul. 1. mgr. 9. gr. persónuverndarlaga, og taldi að miðlunin gæti verið nauðsynleg til að verja verulega hagsmuni þeirra barna sem Barnaverndarstofu er ætlað að standa vörð um. Barnaverndarstofa yrði hverju sinni að meta hvort uppfyllt væru lagaskilyrði til þess.

Mál Persónuverndar nr. 2011/1337, dags. 13. febrúar 2012 (Upplýsingar um upphaf og lok afplánunar). Fangelsismálastofnun óskaði leiðsagnar Persónuverndar varðandi heimildir sínar til að miðla upplýsingum um upphaf og lok afplánunar fanga til barnaverndaryfirvalda. Persónuvernd veitti leiðsögn, sbr. 5. tölul. 3. mgr. 37. gr. laga nr. 77/2000.

Hún vék fyrst að upplýsingum um lok afplánunar, sem eiga samkvæmt settum reglum að vera á sakaskrá og Barnaverndarstofa á að hafa aðgang að (225. gr. sakamálalaga nr. 88/2008, sbr. g-lið 5. gr. reglugerðar nr. 680/2009 um sakaskrá ríkisins).

Hins vegar fjallaði hún um upplýsingar um upphaf afplánunar. Í leiðsögn hennar segir m.a.: Hvað varðar upplýsingar um upphaf afplánunar er sambærilegum sérákvæðum ekki til að dreifa. Þegar svo er koma hin almennu ákvæði 1. mgr 8. og 1. mgr. 9. gr laga nr. 77/2000 til skoðunar. Að mati Persónuverndar má telja að Barnaverndarstofu geti verið nauðsynlegt, til að geta rækt lögboðið hlutverk sitt, að fá upplýsingar um upphaf afplánunar þeirra sem gerst hafa brotlegir við XXII. kafla hegningarlaga. Má telja að slíkt geta verið í samræmi við 7. gr. laga nr. 77/2000 að upplýsingar skuli vera unnar í málefnalegum tilgangi.“



 



Var efnið hjálplegt? Nei