Úrlausnir

Persónuvernd úrskurðar um réttinn til að gleymast

5.4.2017

Persónuvernd hefur úrskurðað í tveimur málum þar sem fjallað var um rétt einstaklinga til að fá eytt upplýsingum um þá sjálfa sem birtar voru á vefnum Tímarit.is og í niðurstöðum leitarvélarinnar Google.

Persónuvernd hefur úrskurðað í tveimur málum þar sem fjallað var um rétt einstaklinga til að fá eytt upplýsingum um þá sjálfa sem birtar voru á vefnum Tímarit.is og leitarniðurstöðum á Google, sem vísuðu á vefinn Tímarit.is þegar leitað var eftir nafni kvartenda. Úrskurðað var í málunum tveimur á fundi stjórnar í desember 2016.

Í ljósi þess að úrskurðirnir sem um ræðir innihalda mjög nákvæmar upplýsingar um kvartendur, jafnvel þótt persónuauðkenni væru afmáð, hefur Persónuvernd ákveðið að birta ekki úrskurðina í heild sinni. Er það í samræmi við þau grundvallarsjónarmið sem rétturinn til að gleymast byggir á og fjallað er um í úrskurðum þessum. Hins vegar hefur Persónuvernd tekið saman útdrátt úr báðum úrskurðunum.

Útdráttur úr máli nr. 2015/1015

Útdráttur úr máli nr. 2016/181

Athygli er vakin á því að birting fréttar um niðurstöður þessara tveggja mála hefur tafist vegna mikilla anna og manneklu hjá Persónuvernd.



Var efnið hjálplegt? Nei