Úrlausnir

Öflun kennitölu í gjaldeyrisviðskiptum

13. mars

13.3.2006

Hinn 13. mars 2006 gaf stjórn Persónuverndar út álit um öflun kennitölu í gjaldeyrisviðskiptum. Tilefni álitsins var kvörtun frá einstaklingi sem reynt hafði að skipta peningum í gjaldeyri í tveimur bönkum en var þá beðinn um kennitölu sína.

Hinn 13. mars 2006 gaf stjórn Persónuverndar út álit um öflun kennitölu í gjaldeyrisviðskiptum. Tilefni álitsins var kvörtun frá einstaklingi sem reynt hafði að skipta peningum í gjaldeyri í tveimur bönkum en var þá beðinn um kennitölu sína.

Bankarnir töldu sér heimilt að biðja ávallt um kennitölu gjaldeyriskaupenda og vísuðu einkum til skyldu sinnar samkvæmt lögum um peningaþvætti til að kalla eftir skilríkjum viðskiptavina.

Persónuvernd benti hins vegar á að umrædd lagaákvæði mæla aðeins fyrir um skyldu til að láta viðskiptavini sanna á sér deili þegar viðskipti fara fram úr tiltekinni upphæð eða ástæða er til að ætla að þau tengist tiltekinni refsiverðri háttsemi.

Einnig var af hálfu fjármálafyrirtækjanna vísað til ákvæðis í umræddum lögum um það þegar ástæða er til að ætla að viðskipti fari fram í þágu þriðja manns. Segir að þá skuli viðskiptamaður krafinn upplýsinga um hver sá þriðji maður sé. Benti Persónuvernd á að í þessu ákvæði er ekki mælt fyrir um skyldu til að krefja viðskiptamanninn sjálfan um kennitölu sína.

Þegar viðskipti féllu ekki undir framangreind lagaákvæði taldi Persónuvernd að líta yrði til 10. gr. laga nr. 77/2000 þar sem fram kemur að öflun kennitölu er óheimil þjóni hún ekki málefnalegum tilgangi og sé nauðsynleg til að tryggja örugga persónugreiningu.

Því taldi Persónuvernd ekki löglegt að krefja viðskiptamenn ávallt um kennitölu sína við kaup á gjaldeyri. Það gæti þó verið lögmætt þegar ástæða væri til að ætla að viðskipti ættu uppruna sinn að rekja til brots eða færu fram í þágu þriðja manns. Gæti það átt við þegar upphæðir væru háar. Öðru máli gegndi þegar upphæðir væru lágar.

Með vísan til framangreinds var niðurstaða Persónuverndar sú að ekki lægi fyrir að krafa bankanna tveggja um kennitölu kvartanda í tengslum við umrædd gjaldeyriskaup samrýmdist 10. gr. laga nr. 77/2000.

Álitið má lesa í heild sinni hér.



Var efnið hjálplegt? Nei