Úrlausnir

Skráning á upplýsingum um hnupl

7. febrúar

7.2.2006

Persónuvernd hafði til umfjöllunar skráningu öryggisdeildar fyrirtækis á upplýsingum um búðarhnupl í verslunum þess.


Persónuvernd hafði til umfjöllunar skráningu öryggisdeildar fyrirtækis á upplýsingum um búðarhnupl í verslunum þess.

Í eftirlitsheimsókn kom ekki annað fram en að aðeins væri um að ræða handvirka vinnslu persónuupplýsinga. Slík vinnsla fellur utan gildissviðs laga um persónuvernd nema um sé að ræða upplýsingar sem eru eða eiga að verða hluti af skrá.

Ekki kom fram að umræddar upplýsingar hjá fyrirækinu væru varðveittar sem skrá eða að þeim væri ætlað að verða hluti af slíkri skrá. Vinnslan var því talin falla utan gildissviðs laga um persónuvernd. Af þeirri ástæðu tók Persónuvernd ekki afstöðu til lögmætis slíks skráarhalds.

Nánari umfjöllun má sjá í bréfi Persónuverndar til fyrirtækisins sem er birt hér.



Var efnið hjálplegt? Nei