Úrlausnir

Listi yfir banaslys á Netinu

19. janúar

19.1.2006

Persónuvernd barst ábending um lista yfir banaslys á Íslandi sem birtur var á heimasíðu á Netinu. Á listanum komu fram nöfn þeirra sem hafa látið lífið í slysum, aldur þeirra og hvernig slysin atvikuðust.

Persónuvernd barst ábending um lista yfir banaslys á Íslandi sem birtur var á heimasíðu á Netinu. Á listanum komu fram nöfn þeirra sem hafa látið lífið í slysum, aldur þeirra og hvernig slysin atvikuðust. Leitað var eftir skýringum frá ábyrgðaraðila heimasíðunnar, sem sagði tilgang skráningarinnar vera forvarnir og að skapa umræðu um banaslys, orsök þeirra, staðsetningu og tíðni.

Persónuvernd benti á að persónuupplýsingum um látna menn væri veitt vernd með lögum um persónuvernd, m.a. í þeim tilgangi að taka tillit til ættingja, einkum þegar um er að ræða málefni sem telja má að geti verið viðkvæm. Stofnunin komst því að þeirri niðurstöðu að birting listans væri heimil, að því gefnu að ekki kæmu fram persónuauðkenni viðkomandi einstaklinga þar sem slíkt þjónaði ekki forvarnartilgangi.

Ákvörðunin er birt í heild sinni hér.



Var efnið hjálplegt? Nei