Úrlausnir

Persónugreinanlegur rannsóknargagnagrunnur

9. janúar

9.1.2006

Persónuvernd barst umsókn um heimild til aðgangs að sjúkraskrám. Fyrirhugað var að færa upplýsingar um tiltekinn hóp sjúklinga í rannsóknargagnagrunn, án þess að leita eftir samþykki þeirra. Upplýsingarnar var fyrirhugað að skrá undir rannsóknarnúmeri og var því um persónugreinanlegar upplýsingar að ræða.

Stjórn Persónuverndar ræddi málið á fundi sínum 6. janúar 2006 og ritaði umsækjanda bréf þar sem fram kemur að stofnunin hafi, að óbreyttum lögum, ekki valdheimildir til að heimila aðgang að sjúkraskrám í þeim tilgangi að safna úr þeim heilsufarsupplýsingum í persónugreinanlegan rannsóknargagnagrunn.

Þar sem efni bréfsins hefur almennt og leiðbeinandi gildi er hluti þess birtur hér.





Var efnið hjálplegt? Nei