Úrlausnir

Ákvörðun um lögmæti rafrænnar vöktunar á heimavist

16. ágúst

16.8.2005

Persónuvernd barst ábending frá íbúa heimavistar um að vöktun með eftirlitsmyndavélum á heimavistinni kynni að fara í bága við lög um persónuvernd.

Persónuvernd barst ábending frá íbúa heimavistar um að vöktun með eftirlitsmyndavélum á heimavistinni kynni að fara í bága við lög um persónuvernd.

Rannsókn Persónuverndar, sem m.a. var framkvæmd með vettvangsheimsókn, leiddi í ljós að við vöktunina voru notaðar sextán myndavélar á 80-100 manna heimavist, á svæðum í nánum tengslum við heimili nemenda.

Í niðurstöðu Persónuverndar kemur fram að vöktun í öryggis- og eignavörsluskyni sé almennt lögmæt, en að í þessu tilviki hafi hún, í ljósi fjölda og staðsetningar vélanna, farið í bága við kröfur laga um meðalhóf.

Af hálfu skólayfirvalda hafði komið fram að eftirlitsmyndavélarnar hefðu verið settar upp til að verja nemendur heimavistarinnar gegn ágangi, innbrotum og skemmdarverkum einstaklinga sem ekkert erindi ættu inn á heimavistina. Ekki varð séð að sérstök þörf væri á því að koma efirlitsmyndavélunum fyrir inni á heimavistinni sjálfri í því skyni, heldur mætti ná því markmiði með því að staðsetja myndavélarnar í anddyrum og utandyra þannig að þær snúi að heimavistinni og nái á mynd þeim sem leita inngöngu á hana. Var því lagt fyrir skólayfirvöld að stöðva þá vöktun sem fram færi innan veggja heimavistarinnar fyrir 1. september 2005.

Ákvörðunin er birt hér.





Var efnið hjálplegt? Nei