Úrlausnir

Álit á túlkun 48. gr. fjarskiptalaga

18. apríl

18.4.2005

Samgönguráðuneytið óskaði eftir áliti Persónuverndar á túlkun 48. gr. fjarskiptalaga nr. 81/2003 er varðar hljóðritun símtala.

Samgönguráðuneytið óskaði eftir áliti Persónuverndar á túlkun 48. gr. fjarskiptalaga nr. 81/2003 er varðar hljóðritun símtala.

Sérstaklega var óskað eftir afstöðu Persónuverndar til þess hvort túlka mætti 2. mgr. 48. gr. þannig að almenn og opinber tilkynning aðila um að hann muni hljóðrita öll símtöl, sem hann á við viðmælendur sína, geti gilt fyrir öll samtöl þaðan í frá. Stjórn Persónuverndar fjallaði um málið og komst að þeirri niðurstöðu að slík túlkun á 2. mgr. 48. gr. sé ekki tæk enda myndi með slíkri túlkun í raun vera rutt brott meginreglu 1. mgr.

Álitið er birt hér.





Var efnið hjálplegt? Nei