Úrlausnir

Aðgangur að gögnum tryggingafélags

18. apríl

18.4.2005

Persónuvernd barst kvörtun yfir því að tryggingafélag hafði ekki orðið við beiðni kvartanda um aðgang að tilteknum upplýsingum um færslur sem félagið hafði gert í bókum sínum og tengdust umferðarslysi sem hann varð fyrir árið 1994.

Persónuvernd barst kvörtun yfir því að tryggingafélag hafði ekki orðið við beiðni kvartanda um aðgang að tilteknum upplýsingum um færslur sem félagið hafði gert í bókum sínum og tengdust umferðarslysi sem hann varð fyrir árið 1994.

Persónuvernd komst að þeirri niðurstöðu að þar sem kvartandi fengi við þetta í hendur ýmsar rekstrarupplýsingar, og jafnvel vitneskju um tölfræðiaðferðir sem félagið beitir við að uppfylla lagaskyldu skv. 34. gr. laga nr. 60/1994, yrði að telja að félagið hefði sérstaka hagsmuni af því að njóta leyndar um upplýsingarnar. Ekki lá fyrir að umræddar upplýsingar hefðu þýðingu fyrir hagsmuni kvartanda sem ætla mætti að vægju þyngra en hagsmunir félagsins af eðlilegri leynd um slíkar rekstrarupplýsingar.

Því var talið að tryggingafélaginu væri ekki skylt að veita kvartanda aðgang að upplýsingum um þær færslur sem áttu sér stað í bókum þess til að uppfylla skyldu félagsins samkvæmt ákvæði 34. gr. laga nr. 60/1994, og tengjast umferðslysi sem B varð fyrir á árinu 1994

Úrskurðurinn er birtur hér.





Var efnið hjálplegt? Nei