Úrlausnir

SWIS-skráningarkerfið

2.3.2004

Fræðslumiðstöð Reykjavíkur og Skólaskrifstofa Hafnarfjarða sóttu um leyfi til vinnslu persónuupplýsinga í skólastarfi samkvæmt svonefndu SWIS-kerfi.

Fræðslumiðstöð Reykjavíkur og Skólaskrifstofa Hafnarfjarða sóttu um leyfi til vinnslu persónuupplýsinga í skólastarfi samkvæmt svonefndu SWIS-kerfi (School Wide Information System) sem á að gera það kleift að bregðast við hegðunarerfiðleikum nemenda á viðeigandi hátt og koma þannig í veg fyrir eða draga úr slíkum erfiðleikum.

Persónuvernd taldi fyrirhugaða notkun skráningarblaða og SWIS-skráningarkerfisins heima og veitti leyfi til flutnings upplýsinga um nemendur í gagnagrunn hýstan af háskólanum í Oregon í Bandaríkjunum, að uppfylltum tilteknum skilyrðum.

Ákvörðunin er birt hér.





Var efnið hjálplegt? Nei