Úrlausnir

Skylda vinnsluaðila til að hlíta lögmætum fyrirmælum ábyrgðaraðila

18.11.2003

Skýrr hf. tilkynnti Persónuvernd um að fyrirtækið hygðist vinna persónuupplýsingar úr ökutækjaskrá í því skyni að veita einstaklingum og fyrirtækjum aðgang að þeim á grundvelli samnings og gegn áskriftargjaldi

Skýrr hf. tilkynnti Persónuvernd um að fyrirtækið hygðist vinna persónuupplýsingar úr ökutækjaskrá í því skyni að veita einstaklingum og fyrirtækjum aðgang að þeim á grundvelli samnings og gegn áskriftargjaldi.

Þar sem Umferðarstofa annast, lögum samkvæmt, skráningu ökutækja og aðra umsýslu varðandi skráningu ökutækja, gerð þeirra og búnað þótti Persónuvernd rétt að leita eftir formlegu áliti Umferðarstofu á fyrirhugaðri vinnslu Skýrr hf. Umferðarstofa lagðist gegn fyrirhugaðri vinnslu Skýrr.

Í framhaldinu tók Persónuvernd til úrskurðar hvort Skýrr mætti, án samþykkis Umferðarstofu, taka ákvarðanir um tilhögun miðlunar upplýsinga úr ökutækjaskrá til viðskiptavina sinna. Niðurstaðan varð sú að Umferðarstofa teljist ábyrgðaraðili ökutækjaskrár og að Skýrr, sem vinnsluaðila skrárinnar, beri að hlíta lögmætum fyrirmælum Umferðarstofu varðandi vinnslu persónuupplýsinga úr skránni.

Úrskurðurinn er birtur hér.





Var efnið hjálplegt? Nei