Leyfisveitingar
Fyrirsagnalisti
Leyfi til vinnslu persónuupplýsinga vegna lyfjaeftirlits
Hinn 20. júní 2019 veitti Persónuvernd Lyfjaeftirliti Íslands hjá Íþrótta- og Ólympíusambandi Íslands leyfi til vinnslu persónuupplýsinga um lyfjamisnotkun í íþróttum. Með leyfinu eru sett skilyrði fyrir því að sett sé upp uppljóstrunarkerfi fyrir slíka misnotkun á vefsíðu sambandsins, en skilyrðin lúta meðal annars að auðkenningu þeirra sem senda ábendingar, rétti þeirra til nafnleyndar, undantekningum frá þeim rétti og öryggi persónuupplýsinga.
Leyfi til bráðabirgða vegna vinnslu persónuupplýsinga í þágu gerðar lánshæfismats
Creditinfo Lánstraust hf. hefur verið veitt leyfi til vinnslu persónuupplýsinga í þágu gerðar lánshæfismat, en leyfið gildir til 2. jan. 2019.
Starfsleyfi Creditinfo Lánstrausts hf. vegna vinnslu upplýsinga um einstaklinga
Persónuvernd hefur gefið út nýtt starfsleyfi til Creditinfo Lánstrausts hf. til vinnslu upplýsinga um fjárhagsmálefni og lánstraust einstaklinga. Leyfið gildir til 1. des. 2018.
Nýtt starfsleyfi Creditinfo til vinnslu upplýsinga um lögaðila
Persónuvernd hefur gefið út starfsleyfi til Creditinfo Lánstrausts hf. til vinnslu upplýsinga um fjárhagsmálefni og lánstraust lögaðila í því skyni að miðla þeim til annarra. Leyfið gildir til 31. desember 2018.