Fréttir

Fyrirsagnalisti

12.5.2017 : Persónuvernd er Stofnun ársins 2017

Niðurstöður úr könnuninni Stofnun ársins 2017 voru kynntar við hátíðlega athöfn þann 10. maí á Hilton Reykjavík NPersónuvernd er stofnun ársins 2017ordica. Um er að ræða starfsánægjukönnun sem gerð var á vegum SFR stéttarfélags í almannaþjónustu og fjármálaráðuneytisins. Hlaut Persónuvernd hæstu einkunn í flokki lítilla stofnana með heildareinkunnina 4,72 af 5. 

2.5.2017 : Umsögn Persónuverndar um fjármálaáætlun 2018-2022

Persónuvernd hefur að beiðni fjárlaganefndar Alþingis veitt umsögn um fjármálaáætlun 2018-2022. Í umsögninni koma fram alvarlegar áhyggjur af stöðu persónuverndarmála á Íslandi. Í umsögninni er m.a. bent á að ný evrópsk persónuverndarlöggjöf muni koma til framkvæmda í maí 2018. Slíkt kalli á vandaðan undirbúning en sé miðað við óbreytt ástand hafi stofnunin ekki nægar fjárheimildir eða mannafla til að takast á við þau verkefni sem hin nýja löggjöf gerir ráð fyrir.

18.4.2017 : Uppfærðar leiðbeiningar vegna nýrrar persónuverndarlöggjafar

Á síðasta fundi 29. gr. vinnuhópsins voru samþykktar uppfærðar leiðbeiningar um flutningsrétt, persónuverndarfulltrúa og um samvinnu persónuverndarstofnanna og tilnefningu forystueftirlitsyfirvalds vegna nýrrar persónuverndarlöggjafar sem kemur til framkvæmda í maí 2018. Þá voru einnig samþykkt fyrstu drög að leiðbeiningum um mat á áhrifum vinnslu (e. Data Protection Impact Assessment). Nánari upplýsingar um leiðbeiningarnar má finna hér.

14.3.2017 : Morgunverðarfundur um nýja persónuverndarlöggjöf 3. mars 2017

Þann 3. mars 2017 héldu Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála og Félag forstöðumanna ríkisstofnana, í samvinnu við innanríkisráðuneyti og Persónuvernd, morgunverðarfund um nýja persónuverndarlöggjöf. Á fundinn mættu um 150 manns og var hann því vel sóttur. Fundarstjóri var Ragnhildur Hjaltadóttir, ráðuneytisstjóri innanríkisráðuneytisins, en frummælendur voru Helga Þórisdóttir, forstjóri Persónuverndar,  Hörður Helgi Helgason, lögmaður og fyrrverandi forstjóri Persónuverndar og Jóhanna Bryndís Bjarnadóttir, sendiráðunautur í utanríkisráðuneytinu.

1.3.2017 : Nettengdir bangsar leka persónuupplýsingum um 800.000 notendur

Undanfarna daga hafa erlendir fjölmiðlar flutt fréttir af því að persónuupplýsingar meira en 800 þúsund notenda CloudPets hafi verið geymdar í óvörðum gagnagrunni sem var aðgengilegur á Netinu, en CloudPets eru nettengdir bangsar sem eru tengdir við smáforrit sem hægt er að hlaða niður í snjallsíma.

28.1.2017 : Tæknibylting - er von fyrir persónuvernd?

Í dag er hinn evrópski persónuverndardagur. Af því tilefni, ritaði Helga Þórisdóttir, forstjóri Persónuverndar, grein um stöðu persónuverndarmála í miðri tæknibyltingu upplýsingasamfélagsins. Greinin birtist í Morgunblaðinu laugardaginn 28. janúar 2017.

Í dag er hinn evrópski persónuverndardagur. Af því tilefni ritaði Helga Þórisdóttir, forstjóri Persónuverndar, grein í Morgunblaðið þar sem vakin er athygli á stöðu persónuverndarmála í miðri tæknibyltingu upplýsingasamfélagsins. Greinin birtist í Morgunblaðinu laugardaginn 28. janúar 2017.

20.12.2016 : Leikföng sem tengjast Netinu brjóta gegn réttindum barna

Norska neytendastofnunin (n. Forbrukerrådet) tók nýverið til skoðunar notendaskilmála og tæknilega eiginleika tiltekinna leikfanga sem öll eiga það sameiginlegt að tengjast Netinu (e. Internet-connected toys). Niðurstaða stofnunarinnar var sú að leikföngin uppfylltu ekki evrópskar kröfur um neytendavernd, öryggi og persónuvernd.

25.11.2016 : Leiðbeiningar til ríkisstofnana um notkun á tölvuskýjalausnum

Fjármála- og efnahagsráðuneytið í samstarfi við Persónuvernd og Rekstrarfélag Stjórnarráðsins, hefur tekið saman gátlista um hverju opinberar stofnanir þurfi að huga að áður en tekin er ákvörðun um notkun tölvuskýja.

17.11.2016 : Dómur Evrópudómstólsins um breytilegar IP-tölur

Með dómi Evrópudómstólsins, dags. 19. október 2016, í máli nr. 582/14 (Breyer gegn þýska ríkinu) var staðfest að breytilegar IP-tölur (e. dynamic IP address) falli undir skilgreiningu á persónuupplýsingum í skilningi tilskipunar Evrópuþingsins og ráðsins 95/46/EB um vernd einstaklinga í tengslum við vinnslu persónuupplýsinga og um frjálsa miðlun slíkra upplýsinga.

26.9.2016 : Nýjar persónuverndarreglur 2018 - hvað þýðir það fyrir þig og þína starfsemi?

Persónuvernd boðar til málstofu um nýjar reglur á sviði persónuverndar sem munu taka gildi árið 2018. Hið nýja regluverk markar tímamót í sögu persónuverndarlöggjafar í Evrópu. Um er að ræða umfangsmestu endurbætur á löggjöfinni sem gerðar hafa verið í rúma tvo áratugi.


Skráning fer fram á postur[hja]personuvernd.is en aðgangur er ókeypis. Nánari upplýsingar má nálgast í auglýsingu Persónuverndar.

Síða 28 af 53


Var efnið hjálplegt? Nei