Fréttir

Fyrirsagnalisti

10.8.2016 : Nýtt álit alþjóðlegs vinnuhóps um persónuvernd í fjarskiptum

Alþjóðlegur vinnuhópur um persónuvernd í fjarskiptum, sem Persónuvernd á sæti í, hefur gefið út álit þar sem fjallað er um persónuvernd og öryggi í fjarskiptum á netinu. Álitið tekur einnig til fjarskipta sem fara fram í gegnum netspjall, myndsíma eða á annan sambærilegan hátt.

14.7.2016 : Nýtt samkomulag um flutning persónuupplýsinga milli Bandaríkjanna og Evrópu

Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins tilkynnti í fyrradag, þann 12. júlí 2016, um nýtt samkomulag varðandi flutning persónuupplýsinga milli Bandaríkjanna og Evrópu, en samkomulagið hefur hlotið nafnið EU-US Privacy Shield.

12.7.2016 : Nýjar hættur og ógnir við vinnslu og meðferð persónuupplýsinga

Ársskýrsla Persónuverndar 2015

Persónuvernd hefur birt ársskýrslu fyrir árið 2015. Umbylting hefur orðið í því hvernig hægt er að nálgast og safna persónuupplýsingum – og gera þær upplýsingar að verðmætri söluvöru. Þessi bylting er sýnileg í sífellt vaxandi málafjölda Persónuverndar sem hefur nærri þrefaldast frá árinu 2002.

13.6.2016 : Þátttaka í Schengen-úttekt á Grikklandi

Þórður Sveinsson, skrifstofustjóri lögfræðisviðs Persónuverndar var skipaður í úttektarnefnd á vegum Evrópusambandsins og aðildarríkja Schengen-samstarfsins.

10.5.2016 : Fundur norrænna persónuverndarstofnana í Reykjavík

Árlegur fundur norrænna persónuverndarstofnana verður haldinn á Grand Hótel í Reykjavík dagana 11.-12. maí n.k. Fundurinn er liður í samstarfi norrænna þjóða á sviði persónuverndar. Forstjórar norrænu persónuverndarstofnananna sækja fundinn ásamt lögfræðingum, eftirlitsmönnum og upplýsingatæknisérfræðingum hverrar stofnunar. Helstu umræðuefni fundarins þetta árið verða innleiðing nýrrar Evrópureglugerðar á sviði persónuverndar, persónuvernd í atvinnulífinu og vinnsla persónuupplýsinga hjá fjárhagsupplýsingastofum.

10.5.2016 : Forstjóri Persónuverndar í föstudagsviðtali Fréttablaðsins

Helga Þórisdóttir, forstjóri Persónuverndar, var í föstudagsviðtali Fréttablaðsins þann 6. maí síðast liðinn. Í viðtalinu fór Helga yfir þær ógnir sem steðja að friðhelgi einkalífs einstaklinga með tilkomu nýrrar tækni. Einnig fór Helga yfir þau áhrif sem ný persónuverndarlöggjöf mun hafa á réttindi einstaklinga á þessu sviði, sem og áhrif sem verða á starfsemi fyrirtækja.

29.4.2016 : Málstofa um persónuvernd á Lagadeginum 2016

Lagadagurinn var haldinn á Hilton Reykjavík Nordica þann 15. apríl síðastliðinn. Lagadagurinn er haldinn árlega í samstarfi Lögmannafélags Íslands, Lögfræðingafélags Íslands og Dómarafélags Íslands. Að þessu sinni var ein af málstofum Lagadagsins tileinkuð persónuvernd. Málstofan einblíndi á persónuvernd á tímum tæknibyltingar með sérstakri áherslu á breytingar á skyldum og ábyrgð fyrirtækja með tilkomu nýrrar evrópulöggjafar á sviði persónuverndar.

14.4.2016 : Umfangsmiklar endurbætur á persónuverndarlöggjöf Evrópu samþykktar

Í fréttatilkynningu sem framkvæmdastjórn Evrópusambandsins birti í dag kemur fram að ný evrópsk persónuverndarlöggjöf hefur verið samþykkt af Evrópuþinginu í dag, 14. apríl 2016. Evrópuráðið afgreiddi löggjöfina fyrir sitt leyti 8. apríl 2016. Formleg undirritun af forsetum bæði Evrópuþingsins og Evrópuráðsins þarf hins vegar að koma til svo löggjöfin sé formlega samþykkt.

4.2.2016 : Yfirlýsing 29. gr. vinnuhóps vegna EU-US Privacy Shield

Framkvæmdastjórn ESB gaf út fréttatilkynningu 2. febrúar sl. um að náðst hefði samkomulag við bandarísk stjórnvöld um nýtt fyrirkomulag á flutningi persónuupplýsinga til Bandaríkjanna (e. EU-US Privacy Shield). Vinnuhópur samkvæmt 29. gr. persónuverndartilskipunarinnar nr. 95/46/EB, sem skipaður er fulltrúum evrópskra persónuverndarstofnana og gegnir samræmingar- og ráðgjafarhlutverki á sviði persónuverndar í Evrópu, gaf í gær út yfirlýsingu um afstöðu sína til málsins.

25.1.2016 : Málþing um vinnslu persónuupplýsinga hjá fyrirtækjum og stjórnsýslu á evrópska persónuverndardaginn, fimmtudaginn 28. janúar 2016

Persónuvernd, í samvinnu við Mannréttindastofnun Háskóla Íslands, efnir til málþings á evrópska persónuverndarinn. Yfirskrift málþingsins er: „Vinnsla persónuupplýsinga hjá fyrirtækjum og stofnunum“. Málþingið er haldið í hátíðarsal Háskóla Íslands og stendur milli klukkan 12:00-13:00.
Síða 29 af 53


Var efnið hjálplegt? Nei