Fréttir

Fyrirsagnalisti

31.1.2012 : Evrópski persónuverndardagurinn 2012

Evrópski persónuverndardagurinn var haldinn 28. janúar síðastliðinn í sjötta skipti. Dagurinn er haldinn hátíðlegur þennan dag þar sem Evrópuráðssamningur um vernd einstaklinga varðandi vélræna vinnslu persónupplýsinga var gerður þennan dag árið 1981. Ætlunin með Persónuverndardeginum er að vekja athygli almennings á réttinum til persónuverndar og friðhelgi einkalífs. Í tilefni dagsins sótti forstjóri Persónuverndar ráðstefnu hjá dönsku persónuverndarstofnuninni. Þá gaf Persónuvernd einnig út leiðbeiningar um hvernig stjórna skuli friðhelgisstillingum á samfélagsvefsíðunni Facebook.

30.1.2012 : Leiðbeiningar Persónuverndar um friðhelgisstillingar á Facebook

Í tilefni af Evrópska persónuverndardeginum þann 28. janúar síðastliðinn ákvað Persónuvernd að útbúa leiðbeiningar til aðstoðar einstaklingum í tengslum við persónuupplýsingar þeirra á Facebook. Friðhelgisstillingar samfélagsvefsíðunnar hafa tekið breytingum á undanförnum misserum sem gerir það að verkum að einstaklingar hafa eftir vill ekki uppfært friðhelgisstillingar sínar svo að upplýsingum þeirra sé veitt nægileg vernd. Hér er að finna leiðbeiningar Persónuverndar um æskilegar friðhelgisstillingar á Facebook.

5.1.2012 : Úrbætur hjá Facebook

Írska persónuverndarstofnunin hefur gert úttekt á meðferð persónuupplýsinga hjá Facebook. Tilefnið var m.a. umfjöllun Alríkisráðs viðskiptamála í Bandaríkjunum (e. Federal Trade Commission). Þar kom fram að Facebook hefði brotið á persónuvernd notenda. Í kjölfar írsku úttektarinnar mun Facebook bæta fræðslu til notenda sinna og gera vissar breytingar hjá sér.

3.1.2012 : Aukning á málafjölda á milli ára hjá Persónuvernd

Stöðug aukning hefur orðið í fjölda innkominna erinda hjá Persónuvernd, en á árinu 2011 voru nýskráð mál alls 1397 talsins. Þá voru til afgreiðslu 190 óafgreidd erindi frá fyrra ári. Alls hafði stofnunin því til meðferðar 1587 mál á árinu. Höfðu 1307 mál verið afgreidd við árslok. Til samanburðar voru nýskráð mál á árinu 2010 alls 1207. Það er tæplega 16% (15,74) aukning á milli ára.

28.12.2011 : Viðbrögð við fréttum um gagnagrunn FME

Persónuvernd hafa borist fyrirspurnir vegna fréttaumfjöllunar um gagnagrunn Fjármálaeftirlitsins um verðbréfaviðskipti. Hefur því verið haldið fram að hann hafi ekki komið að notum þar sem Persónuvernd hafi lagst gegn því að leitað yrði eftir kennitölum fyrirtækja. Af því tilefni vill Persónuvernd koma upplýsingum á framfæri.

20.12.2011 : Niðurfelling máls varðandi Umferðarstofu

Persónuvernd bárust ábendingar vegna blaðagreinar sem bar með sér að sektarlistar lögreglu hefðu verið samkeyrðir við óskalista um hraðahindranir. Umferðarstofa kvað greinina hafa verið villandi. Samkeyrslan hafði aldrei farið fram. Málið var fellt niður.

9.12.2011 : Persónuvernd kallar eftir skýringum

Persónuvernd hefur ákveðið að kalla eftir skýringum Landspítala - Háskólasjúkrahúss af tilefni ábendinga og kvartana yfir meðferð viðkvæmra persónuupplýsinga um 158 einstaklinga í tengslum við rannsókn á ofbeldi í nánum samböndum. Mun upplýsingum um þá hafa verið miðað frá LSH og dreift með tölvupósti.

21.10.2011 : Persónuupplýsingar úr tilkynningalínu Alcan fluttar úr landi

Persónuvernd hefur veitt Alcan leyfi til flutnings persónuupplýsinga úr landi, þ.e. til aðila (InTouch) í Bandaríkjunum og til Ástralíu, í tengslum við kerfi fyrir uppljóstrarnir frá starfsmönnum.

Síða 35 af 53


Var efnið hjálplegt? Nei