Fréttir

Fyrirsagnalisti

23.10.2012 : Um málþing haldið þann 19. október 2012

Þann 19. október sl. fór fram ráðstefna á vegum Persónuverndar og innanríkisráðuneytis, í samstarfi við Lagadeild HÍ og Mannréttindastofnun. Yfirskrift ráðstefnunnar var Nýjar ógnir við friðhelgi einkalífs og meðferð persónuupplýsinga. Á ráðstefnunni voru flutt ýmis erindi er varða persónuvernd, m.a. um samfélagsmiðla, heilbrigðisupplýsingar og forvirkar rannsóknarheimildir lögreglu. Þá flutti innanríkisráðherra lokaorð.

8.10.2012 : Nýjar ógnir við friðhelgi einkalífs og meðferð persónuupplýsinga

Þann 19. október nk. verður haldin ráðstefna á vegum innanríkisráðuneytis og Persónuverndar í samvinnu við Mannréttindastofnun og Lagadeild Háskóla Íslands. Á ráðstefnunni verður varpað ljósi á nokkur mikilvæg álitaefni um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga, hvaða hættur steðja að friðhelgi einkalífs og persónuvernd og hvernig skuli bregðast við þeim.

2.10.2012 : Tveir markverðir dómar hjá Evrópudómstólnum

Til fróðleiks er hér birt umfjöllun um tvo markverða dóma frá Evrópudómstólnum. Báðir eru skýrandi varðandi grunnreglur þeirrar evrópsku persónuverndarlöggjafar sem íslensk lög um meðferð persónuupplýsinga byggir á. Þar er annars vegar um að ræða dóm í máli nr. C-360/10 um uppsetningu netsía og hins vegar dóm í máli C-92/09 um birtingu upplýsinga um landbúnaðarstyrki.

13.8.2012 : Norska persónuverndarstofnunin sektar Google

Norska persónuverndarstofnunin hefur ákveðið að sekta Google um 250.000 NOK vegna brots á persónuverndarlögum. Þá hefur verið lagt fyrir fyrirtækið að eyða persónuupplýsingum og tæknilegum upplýsingum sem safnað var án vitundar hinna skráðu í gegnum WiFi-kerfi notenda. Aflaði Google upplýsinganna með  s.k. Google-bílum en þeir hafa það hlutverk að mynda umhverfi  sitt og þannig búa til t.d. Google Street View.

9.8.2012 : Nýjar reglur um persónuvernd í burðarliðnum

Af hálfu framkvæmdastjórnar ESB hafa verið lögð fram drög að nýjum reglum um persónuvernd í þeim tilgangi að mæta aukinni internetvæðingu í heiminum. Íslensk lög um meðferð persónuupplýsinga byggja á tilskipun 95/46/EB en sú tilskipun er komin nokkuð til ára sinna. Fyrirliggjandi tillögum framkvæmdastjórnarinnar er m.a. ætlað að efla sjálfsákvörðunarrétt hins skráða um hvaða persónuupplýsingar um hann er unnið með og lækka kostnað fyrirtækja í tengslum við meðferð persónuupplýsinga með því að einfalda regluverkið. Tillögurnar  gera annars vegar ráð fyrir að sett verði reglugerð um meðferð persónuupplýsinga, í þeim tilgangi að samræma reglur allra aðildarríkja innan EES og draga úr misræmi í framkvæmd. Hins vegar er gert ráð fyrir að sett verði tilskipun um meðferð persónuupplýsinga í lögreglumálum og við framkvæmd viðurlaga.

15.5.2012 : Persónuvernd stofnun ársins 2012

Stofnun_arsins_litidÁ föstudaginn voru kynntar niðurstöður könnunar um Stofnun ársins 2012 við hátíðlega athöfn á Hilton Hótel Nordica. Um er að ræða starfsánægjukönnun sem gerð var á vegum SFR stéttarfélags í almannaþjónustu og fjármálaráðuneytisins. Hlaut Persónuvernd hæstu einkunn sem stofnun ársins 2012 í flokki lítilla stofnanna með heildareinkunnina 4,7 af 5.

3.5.2012 : Aukið álag hjá Persónuvernd

Stöðug aukning hefur orðið í fjölda innkominna erinda hjá Persónuvernd, en það sem af er þessu ári hafa 612 ný mál verið skráð hjá stofnuninni. Til samanburðar voru nýskráð mál þann 1. maí 2008 alls 361. Er því um 75% aukningu að ræða á fjórum árum. Á sama tíma hefur starfsmönnum stofnunarinnar fækkað. Haldi áfram sem horfir má búast við því að umtalsverðar tafir, umfram það sem nú er, verði á afgreiðslu mála hjá stofnuninni seinni part árs auk þess sem stofnunin sér ekki fram á að geta sinnt lögbundnum verkefnum sínum með fullnægjandi hætti.

13.3.2012 : Reglur um skiptingu starfa á milli stjórnar og starfsmanna Persónuverndar.

Stjórn Persónuverndar hefur sett reglur um skiptingu starfa milli sín og forstjóra. Þær hafa verið birtar í B-deild Stjórnartíðinda og eru nr. 231/2012. Þær eru settar á grundvelli 8. mgr. 36. gr. laga nr. 77/2000.

7.2.2012 : Alþjóðlegi netöryggisdagurinn 2012

Alþjóðlegi netöryggisdagurinn er haldinn hátíðlegur í níunda sinn í dag,  7. febrúar. Þemað í ár er „Tengjum kynslóðir” og munu yfir 60 þjóðir um allan heim standa fyrir skipulagðri dagskrá þennan dag þar sem til umfjöllunar verða ýmis verkefni þar sem tæknin tengir kynslóðir saman.

6.2.2012 : Máli gegn Persónuvernd vísað frá í héraði

Í gær var kveðinn upp dómur í máli sem höfðað var gegn Persónuvernd. Málið varðari heimildir Seðlabanka Íslands til vinnslu persónuupplýsinga í þágu gjaldeyriseftirlits. Af hálfu stefnda Persónuverndar var bent á að hún hafði ekki gefið út neitt leyfi til Seðlabanka Íslands heldur byggðist heimild bankans á ákvæðum settra laga. Auk þess ætti stefnandi ekki aðild þar sem hann hefði ekki sérstakra, verulegra og lögvarinna hagsmuna að gæta. Á það var fallist og málinu því vísað frá dómi. Var stefnanda gert að greiða málskostnað.

Síða 34 af 53


Var efnið hjálplegt? Nei