Fréttir

Fyrirsagnalisti

25.5.2007 : Vorfundur evrópskra persónuverndarstofnana

Vorfundur evrópskra persónuverndarstofnana var haldinn á Kýpur dagana 10. og 11. maí sl. Hann var sóttur af Sigrúnu Jóhannesdóttur forstjóra sem hélt erindi um sjúkraskrár og internetið.

20.4.2007 : Meðferð kjörskráa

Þar sem senn líður að kosningum minnir Persónuvernd á álit sitt í máli nr. 2002/252 sem fjallaði um meðferð kjörskráa.

28.1.2007 : Evrópski persónuverndardagurinn er í dag

Evrópskur persónuverndardagur er haldinn í fyrsta skipti í dag að frumkvæði Evrópuráðsins. 28. janúar varð fyrir valinu þar sem Evrópuráðssamningur um vernd einstaklinga varðandi vélræna vinnslu persónuupplýsinga var gerður þennan dag árið 1981.

21.12.2006 : Persónuvernd sýknuð af kröfu um ógildingu úrskurðar

Í morgun var kveðinn upp dómur í máli sem læknir höfðaði á hendur Persónuvernd til ógildingar úrskurði stofnunarinnar frá 27. febrúar sl. í máli nr. 2005/479.

19.12.2006 : Ársskýrsla Persónuverndar er komin út

Ársskýrsla Persónuverndar fyrir árið 2005 er komin út.

18.12.2006 : Breyting á reglum nr. 698/2004 um tilkynningarskylda og leyfisskylda vinnslu persónuupplýsinga

Á fundi stjórnar Persónuverndar þann 30. nóvember sl. var ákveðið að breyta 4. tölul. 1. mgr. 7. gr. reglna nr. 698/2004 um tilkynningarskylda og leyfisskylda vinnslu persónuupplýsinga.

13.12.2006 : Tölvupóstsendingar til Persónuverndar

Síðustu daga hefur borið á því að tölvupóstur sendur Persónuvernd hafi ekki komist til skila. Svo virðist sem stillingar hjá þjónustuaðila stofnunarinnar hafi valdið því, en búið er að ráða bót á vandanum.

24.11.2006 : Mat á líkum á ógjaldfærni íslenskra fyrirtækja

Borið hefur á því að fyrirtæki hafi haft samband við Persónuvernd vegna vinnslu fyrirtækisins Lánstrausts hf. á svokölluðu LT-skori sem metur líkur á ógjaldfærni íslenskra fyrirtækja.

Síða 46 af 53


Var efnið hjálplegt? Nei