Fréttir

Fyrirsagnalisti

19.12.2007 : Beiðni Lánstrausts synjað

Persónuvernd hefur hafnað ósk Lánstrausts um víðtæka heimild til vinnslu upplýsinga um greiðsluhegðun einstaklinga.

12.12.2007 : Persónuvernd synjar ÍE um leyfi

Þann 26. nóvember 2007 ákvað Persónuvernd að hafna beiðni Íslenskrar erfðagreiningar ehf. (ÍE) um heimild vegna verkefnis sem nefnt var „Víðtæk erfðamengisleit orsaka sjúkdóma og einkenna þeim tengdum á grundvelli B-samþykkja og gagna í lífsýnasafni ÍE".

7.12.2007 : Úrskurður Persónuverndar felldur úr gildi

Í gær var kveðinn upp dómur Hæstaréttar í máli sem læknir höfðaði á hendur Persónuvernd til ógildingar úrskurði stofnunarinnar frá 27. febrúar 2006.

26.11.2007 : Eftirlitsmyndavélar í lögreglubifreiðum

Persónuvernd hefur borist nokkuð af fyrirspurnum um heimildir lögreglu til þess að beina myndavélum að fólki úr lögreglubifreiðum.

14.11.2007 : Greiðslukvittanir frá Tryggingastofnun ríkisins vegna fylgdar í sjúkraflutningum

Hinn 8. nóvember 2007 lauk máli varðandi greiðslukvittanir frá Tryggingastofnun ríkisins til fylgdarmanna við sjúkraflutninga.

2.11.2007 : Birting TR á upplýsingum um verð hjá tannlæknum

Hinn 8. október 2007 barst Persónuvernd bréf frá Tryggingastofnun ríkisins (TR) þar sem greint er frá fyrirætlunum um að birta upplýsingar um m.a. verð hjá einstökum tannlæknum á heimasíðu stofnunarinnar.

9.10.2007 : Ákvörðun varðandi umsóknareyðublöð hjá Menntaskólanum Hraðbraut

Niðurstaða Persónuverndar að breyta skyldi umsóknareyðublaði í samræmi við sjónarmið Persónuverndar

Hinn 5. október 2007 tók stjórn Persónuverndar ákvörðun varðandi umsóknareyðublað sem Menntaskólinn Hraðbraut hefur lagt fyrir umsækjendur um skólavist sem orðnir eru 18 ára eða eldri

8.10.2007 : Norrænn forstjórafundur 27.-29. ágúst 2007

Dagana 27.-29. ágúst 2007 var fundur forstjóra hjá norrænum persónuverndarstofnunum, þ.e. á Íslandi, í Danmörku, Noregi, Svíþjóð og Finnlandi, haldinn á Hótel Búðum á Snæfellsnesi.

Dagana 27.-29. ágúst 2007 var fundur forstjóra hjá norrænum persónuverndarstofnunum, þ.e. á Íslandi, í Danmörku, Noregi, Svíþjóð og Finnlandi, haldinn á Hótel Búðum á Snæfellsnesi.

8.6.2007 : Miðlun farþegaupplýsinga til bandarískra stjórnvalda

Hinn 3. maí veitti Persónuvernd Icelandair ehf. leyfi til að miðla ýmsum persónuupplýsingum farþega sinna til heimavarnarráðuneytis Bandaríkjanna. Heimildin er veitt tímabundið og gildir til 31. júlí 2007. Hún er veitt á grundvelli sjónarmiða um brýna almannahagsmuni, þar sem fyrir liggur að Icelandair hefur á hættu að verða neitað um lendingarleyfi í Bandaríkjunum, fái þarlend stjórnvöld ekki aðgang að upplýsingunum.

31.5.2007 : Ný starfsleyfi fyrir Lánstraust hf.

Á fundi stjórnar Persónuverndar þann 3. maí sl. var fjallað um beiðni Lánstrausts hf. um ákveðnar breytingar á starfsleyfum sínum.

Síða 45 af 53


Var efnið hjálplegt? Nei