Almennt um persónuvernd

Fyrirsagnalisti

Hvað eru persónuupplýsingar?

Persónuupplýsingar eru allar upplýsingar sem hægt er að tengja við einstakling, t.d. nafn, kennitala, staðsetningargögn, ljósmynd o.s.frv.

Hvenær má vinna með persónuupplýsingar?

Öll vinnsla persónuupplýsinga verður að byggjast á heimild í persónuverndarlögum. Það fer eftir tilgangi vinnslunnar hvaða heimild getur átt við í hvert sinn. Engin ein heimild er rétthærri, mikilvægari eða betri en önnur.

Til þess að vinnsla persónuupplýsinga sé lögmæt þarf hún jafnframt að vera í samræmi við meginreglur persónuverndarlaganna

Hvenær má vinna með viðkvæmar persónuupplýsingar?

Sá sem vinnur viðkvæmar persónuupplýsingar þarf að ákveða fyrirfram við hvaða heimild vinnslan styðst.

Leiðrétting og eyðing persónuupplýsinga

Einstaklingar eiga rétt á því að óáreiðanlegar persónuupplýsingar um þá séu leiðréttar án tafar. Þá eiga einstaklingar einnig rétt á að persónuupplýsingum þeirra sé eytt í ákveðnum tilvikum.

Upplýsingaréttur

Þú átt rétt á því að fá að vita hvaða upplýsingar er verið að vinna með um þig. Ástæðan er einföld: Ef þú veist ekki hvaða upplýsingar er verið að vinna með um þig, þá getur þú ekki gætt annarra réttinda sem þú átt, t.d. að láta eyða upplýsingum eða leiðrétta þær. 


Fáni EvrópusambandsinsVinnsla þessara spurninga og svara var styrkt af Evrópusambandinu - The European Union's Rights, Equality and Citizenship Programme (2014-2020)

Spurningarnar og svörin eru unnin af Persónuvernd sem ber fulla ábyrgð á þeim. Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins ber enga ábyrgð á notkun þeirra upplýsinga sem svörin hafa að geyma.


Var efnið hjálplegt? Nei