Fréttir

Fyrirsagnalisti

14.8.2019 : 12. fundur Evrópska persónuverndarráðsins í Brussel 9. og 10. júlí 2019

Dagana 9. og 10. júlí 2019 fór fram 12. fundur Evrópska persónuverndarráðsins (EDPB) en hann sitja fulltrúar allra persónuverndarstofnana innan EES og Evrópska persónuverndarstofnunin (EDPS). 

16.7.2019 : Nýjar reglur um öryggi við vinnslu persónuupplýsinga í söfnum heilbrigðisupplýsinga.

Reglur þessar lúta að því hvernig tryggja skuli öryggi við vinnslu persónuupplýsinga í söfnum heilbrigðisupplýsinga skv. lögum um lífsýnasöfn og söfn heilbrigðisupplýsinga nr. 110/2000, sbr. lög nr. 45/2014. 

6.6.2019 : 11. fundur Evrópska persónuverndarráðsins í Brussel 4. júní 2019

Hinn 4. júní 2019 fór fram 11. fundur Evrópska persónuverndarráðsins (EDPB) en hann sitja allar persónuverndarstofnanir innan EES og Evrópska persónuverndarstofnunin (EDPS). 

20.5.2019 : Persónuvernd barna – innan heimilis og utan

Persónuvernd sendi á dögunum bréf og fræðslubæklinga í alla grunnskóla landsins þar sem fjallað er um grunnatriði um persónuvernd barna, bæði fyrir kennara og aðra þá sem vinna með upplýsingarnar og einnig fyrir börnin og ungmennin sjálf. Í bréfinu eru skólastjórnendur hvattir til þess að kynna efnið fyrir kennurum, öðru starfsfólki og nemendum. Af því tilefni birtist eftirfarandi grein í Fréttablaðinu í dag, 20. maí 2019.

Persónuvernd mun halda áfram að setja málefni barna í forgang og stefnt er að því að útbúa meira fræðsluefni í því skyni. 

Síða 23 af 53


Var efnið hjálplegt? Nei