Fréttir

Fyrirsagnalisti

6.2.2015 : Tilkynningarkerfi komið í lag

Tilkynningarkerfi Persónuverndar er komið í lag en það hefur legið niðri vegna bilunar. Stofnunin biðst velvirðingar á þeim óþægindum sem af þessu kunna að hafa orðið.

3.2.2015 : Málafjöldi á árinu 2014

Árið 2014 var ekki frábrugðið fyrri árum að því er varðar innsend erindi en málafjöldi stofnunarinnar hefur stöðugt aukist síðustu ár. Aukning nýskráðra mála á árinu 2014 var 8,5% frá fyrra ári. Ný skráð mál á árinu 2014 voru samtals 1.778 en á árinu voru einnig til afgreiðslu 230 óafgreidd erindi frá fyrra ári. Alls hafði stofnunin því til meðferðar 2.008 mál. Þar af höfðu 1.801 mál verið afgreidd við árslok.

3.2.2015 : Um málþing Persónuverndar haldið þann 28. janúar 2015

Umfjöllun, myndir og glærukynningar frá málþingi Persónuverndar um rafrænt eftirlit, sem haldið var á evrópska persónuverndardaginn - 28. janúar 2015.

22.1.2015 : Málþing um rafræna vöktun á evrópska persónuverndardaginn, miðvikudag 28. janúar 2015

Persónuvernd, í samvinnu við Mannréttindastofnun Háskóla Íslands, efnir til málþings á evrópskra persónuverndardaginn. Málþingið verður haldið í sal Þjóðminjasafns Íslands, Suðurgötu, miðvikudaginn 28. janúar nk. og hefst klukkan 13.30 og er opið öllum.

Hér má finna nánari upplýsingar um dagskrá málþingsins.

19.1.2015 : Breyting á fyrirspurnartíma

Persónuvernd hefur breytt fyrirspurnatíma sínum en nú svara lögfræðingar stofnunarinnar fyrirspurnum í síma á mánudögum, miðvikudögum og föstudögum milli kl. 10-12.

18.12.2014 : Starfsmenn Persónuverndar hljóta vottun sem stjórnendur úttekta á upplýsingaöryggiskerfum

Eitt af hlutverkum Persónuverndar er að gera úttektir á öryggi persónuupplýsinga hjá þeim sem vinna með slíkar upplýsingar. Til þess að vera betur í stakk búin til að sinna þessu hlutverki sóttu fjórir starfsmenn á vegum stofnunarinnar námskeið til að fá vottun sem stjórnendur úttekta á upplýsingaöryggiskerfum sem byggð eru upp samkvæmt ÍST/ISO 27001:2013. Vottunin, sem starfsmennirnir fengu, er viðurkennt af IRCA sem er alþjóðaskrá viðurkenndra úttektaraðila.

28.11.2014 : Notkun dróna og persónuvernd

Drónar hafa verið áberandi í umræðunni um persónuvernd í Evrópu síðastliðnar vikur og mánuði. Í auknum mæli hefur þessi tækni staðið einstaklingum til boða sem nota þá t.d. til myndatöku á stöðum sem myndavélar ná yfirleitt ekki til. Að gefnu tilefni minnir Persónunvernd á að við vinnslu myndefnis sem tekið er með aðstoð dróna er mikilvægt, sem endranær, að huga að sjónarmiðum tengdum persónuvernd og friðhelgi einkalífs.

9.10.2014 : Bilun í tilkynningakerfi hefur verið lagfærð

Þann 8. október sl. kom upp bilun í tilkynningakerfi Persónuverndar. Um var að ræða bilun hjá hýsingaraðila kerfisins sem hefur nú verið lagfærð. Stofnunin biðst velvirðingar á þeim óþægindum sem af þessu hlaust.

Þann 8. október sl. kom upp bilun í tilkynningakerfi Persónuverndar. Um var að ræða bilun hjá hýsingaraðila kerfisins sem hefur nú verið lagfærð. Stofnunin biðst velvirðingar á þeim óþægindum sem af þessu hlaust.

1.8.2014 : Álit 29. gr. starfshópsins um eftirlit leyniþjónustustofnana

Hinn 10. apríl sl. samþykkti 29. gr. starfshópurinn álit hvað varðar eftirlit leyniþjónustustofnana. Í álitinu kemur m.a. fram að leynilegt, viðamikið og tilviljunarkennt eftirlit samrýmist ekki grundvallarlagareglum og verði ekki réttlætt með vísan til baráttu gegn hryðjuverkum og öðrum alvarlegum ógnum við þjóðaröryggi. Skerðingar á grunnréttindum borgaranna komi því aðeins til greina að brýn nauðsyn krefjist þeirra í lýðræðisþjóðfélagi og að meðalhófs sé gætt. Auk þess kemur fram af hálfu starfshópsins að Evrópureglur um vernd persónuupplýsinga heimili ekki víðtæka miðlun persónuupplýsinga til nota við slíkt eftirlit sem hér um ræðir. Lögð er á það áhersla að tillögur að nýrri persónuverndarlöggjöf ESB öðlist gildi og að sem fyrst hefjist viðræður um alþjóðasamning um vernd persónuupplýsinga.

1.8.2014 : Að gefnu tilefni - myndbirtingar úr eftirlitsmyndavélum

Það sem af er ári hefur Persónuvernd nokkrum sinnum orðið þess vör að myndir úr eftirlitsmyndavélum hafi verið birtar opinberlega, t.d. í fjölmiðlum. Í mörgum tilvikum er tilgangurinn sá að reyna að hafa uppi á sökudólgum þegar grunur leikur á um að refsivert athæfi hafi átt sér stað á vöktuðu svæði. Af þessu tilefni vill Persónuvernd árétta þær reglur sem gilda um slíka birtingu.

Síða 31 af 53


Var efnið hjálplegt? Nei