Fréttir

Fyrirsagnalisti

27.6.2014 : Hvernig komið er í veg fyrir að Facebook deili upplýsingum um sögu netvafurs í auglýsingaskyni - leiðbeiningar.

Leiðbeiningar Persónuverndar um það hvernig notendur Facebook geta komið í veg fyrir að fyrirtækið deili upplýsingum um sögu netvafurs þeirra (e. browsing history), þ.e. upplýsingum um netvafur innan samfélagsmiðilsins og utan hans, með þriðju aðilum. Leiðbeiningarnar ná bæði til tölva, snjallsíma og spjaldtölva.

23.5.2014 : Evrópudómstóllinn staðfestir rétt manna „til að gleymast“

Hinn 13. maí sl. felldi Evrópudómstóllinn dóm þar sem fallist var á kröfu manns um að niðurstöðu á leitarsíðu Google skyldi eytt. Dómurinn hefur ekki í för með sér að sjálfu efninu, sem laut að manninum, skyldi eyða heldur aðeins leitarniðurstöðunni sjálfri.

31.3.2014 : Setning forstjóra

Innanríkisráðuneytið hefur sett Hjördísi Stefánsdóttur sem forstjóra Persónuverndar frá og með 1. apríl 2014 til og með 31. mars 2015. Hjördís er lögfræðingur og hefur starfað í innanríkisráðuneytinu.

6.2.2014 : Leiðbeiningar um notkun tölvuskýja hjá hinu opinbera

Norrænn vinnuhópur um tölvuský hefur unnið að gerð leiðbeininga á vegum upplýsingatækninefndar Norrænu ráðherranefndarinnar um notkun tölvuskýja hjá hinu opinbera.

Norrænn vinnuhópur um tölvuský hefur unnið að gerð leiðbeininga á vegum upplýsingatækninefndar Norrænu ráðherranefndarinnar um notkun tölvuskýja hjá hinu opinbera.

26.1.2014 : Nýtt starfsleyfi fyrir Creditinfo Lánstraust hf.

Persónuvernd hefur veitt Creditinfo Lánstrausti hf. nýtt starfsleyfi til vinnslu upplýsinga um fjárhagsmálefni og lánstraust einstaklinga. Gerðar hafa verið tilteknar breytingar frá fyrra leyfi, dags. 19. júní 2012 (mál nr. 2012/266).

20.1.2014 : Upplýsingaöryggi í sviðsljósinu - ráðstefna á Grand Hótel 28. janúar 2014

Á alþjóðlega gagnaverndardeginum 28. janúar hefur verið gert átak í að upplýsa neytendur og fyrirtæki um rétt sinn til gagnaverndar. Deloitte hyggst styðja þetta málefni með því að halda ráðstefnu í samvinnu við Samtök verslunar og þjónustu. Á ráðstefnuninni mun fagfólk í málefnum upplýsingaöryggis halda fyrirlestra um gagnaöryggi og ræða raunveruleg dæmi, goðsagnir og góða starfshætti. Ráðstefnan verður haldin á Grand Hóteli þann 28. janúar n.k. kl. 8.30-11.

2.1.2014 : Ákvörðun spænsku persónuverndarstofnunarinnar varðandi nýja stefnu Google um friðhelgi einkalífs

Í niðurstöðum úttektar sem spænska persónuverndarstofnunin stóð fyrir á vinnslu persónuupplýsinga hjá Google kemur fram að Google hafi unnið með persónuupplýsingar um notendur sína á ólögmætan hátt á grundvelli nýrrar stefnu sinnar um friðhelgi einkalífs. Spænska persónuverndarstofnunin lýsir því yfir að um þrenns konar brot á spænsku persónuupplýsingalöggjöfinni sé að ræða og sektar Google um 300.000 evrur fyrir hvert brot.

3.12.2013 : Leiðbeiningar til skrárhaldara um afhendingu gagna

Persónuvernd hefur útbúið leiðbeiningar til skrárhaldara vegna afhendingar persónuupplýsinga til rannsakanda í þágu vísindarannsóknar og yfirlýsingu hans þess efnis. Leiðbeiningarnar má nálgast í dálknum „Algengar spurningar og svör“ sem finna má hér neðar á forsíðu heimasíðu Persónuverndar.

22.10.2013 : Hádegisverðarfundur Ský: "Hvar eiga viðkvæmar persónuupplýsingar heima?"

Persónuvernd minnir á hádegisverðarfund um meðferð viðkvæmra persónuupplýsinga sem haldinn verður á Grand hóteli á morgun, miðvikudaginn 23. október kl. 12-14. Starfsmaður Persónuverndar mun fjalla um lagaramma viðkvæmra persónuupplýsinga.  Hægt er að skrá sig á fundinn hér.

16.10.2013 : Hádegisverðarfundur Ský: "Hvar eiga viðkvæmar persónuupplýsingar heima?"

Miðvikudaginn 23. október 2013 kl. 12-14 á Grand hóteli standa Fókus, faghópur Ský um upplýsingatækni í heilbrigðisþjónustu og öryggishópur Ský sameiginlega að hádegisfundi um meðferð viðkvæmra persónuupplýsinga. Meðal þeirra sem flytja erindi á fundinum er starfsmaður Persónuverndar sem mun fjalla um lagaramma viðkvæmra persónuupplýsinga. Fundurinn er öllum opinn en það þarf að skrá sig á hann fyrirfram.

Síða 32 af 53


Var efnið hjálplegt? Nei