Fréttir

Fyrirsagnalisti

27.6.2013 : Viðbrögð ESB við PRISM-verkefni Bandaríkjastjórnar

Í kjölfar frétta af  PRISM-verkefni Bandaríkjastjórnar, sem gerir ráð fyrir víðtæku eftirliti með einstaklingum á netinu, hefur Evrópusambandið gert athugasemdir við að Bandaríkjamenn safni upplýsingum um einstaklinga innan ESB með verkefninu.  Ákveðið hefur verið að setja á fót vinnuhóp ESB og Bandaríkjanna og er gert ráð fyrir að formaður 29. gr. starfshópsins, sem sinnir ráðgjafarhlutverki um persónuverndarmálefni hjá ESB, verði meðal nefndarmanna. Gert er ráð fyrir að vinnuhópurinn taki til starfa í júlí.

2.4.2013 : Setning forstjóra

Innanríkisráðuneytið hefur sett Hörð Helga Helgason sem forstjóra Persónuverndar frá og með 1. apríl 2013 til og með 31. mars 2014. Hörður Helgi er lögmaður og einn eigenda lögmannsstofunnar Landslaga.

11.3.2013 : Leyfi forstjóra

Innanríkisráðherra hefur góðfúslega fallist á ósk forstjóra um ársleyfi frá störfum. Leyfið hófst hinn 1. mars sl. Forstjóri mun koma aftur til starfa í apríl á næsta ári. Þórður Sveinsson er staðgengill forstjóra.

21.2.2013 : Yfirlýsing frá frönsku persónuverndarstofnuninni

Franska persónuverndarstofnunin birti nýverið á heimasíðu sinni yfirlýsingu, fyrir hönd evrópsku persónuverndarstofnananna, varðandi stefnu Google í tengslum við friðhelgismál. Í yfirlýsingunni kemur fram að Google gaf engin svör við þeim fyrirspurnum sem evrópsku persónuverndarstofnanirnar sendu til fyrirtækisins vegna trúnaðarstillinga þess.
Munu evrópsku persónuverndarstofnanirnar stofna vinnuhóp sem mun þrýsta á að Google bregðist við þeim ábendingum sem að þeim var beint.

28.1.2013 : Evrópski persónuverndardagurinn 2013 – eru þínar upplýsingar öruggar?

Í dag er Evrópski persónuverndardagurinn haldinn hátíðlegur í sjöunda skipti. Dagurinn er haldinn hátíðlegur þennan dag þar sem Evrópuráðssamningur um vernd einstaklinga varðandi vélræna vinnslu persónupplýsinga var gerður þennan dag árið 1981. Ætlunin með Persónuverndardeginum er að vekja athygli almennings á réttinum til persónuverndar og friðhelgi einkalífs.

21.1.2013 : Aukning á málafjölda milli ára hjá Persónuvernd

Á árinu 2012 voru nýskráð mál hjá Persónuvernd alls 1489. Þá voru til afgreiðslu 250 óafgreidd erindi frá fyrra ári. Til samanburðar má nefna að á árinu 2011 voru nýskráð mál alls 1397 talsins og óafgreidd erindi frá fyrra ári 190. Frá árinu 2007 hefur orðið 65% aukning á málafjölda hjá stofnuninni en á sama tíma hefur starfsmönnum stofnunarinnar fækkað.

16.1.2013 : Aukning á málafjölda milli ára hjá Persónuvernd

Á árinu 2012 voru nýskráð mál hjá Persónuvernd alls 1489. Þá voru til afgreiðslu 250 óafgreidd erindi frá fyrra ári. Til samanburðar má nefna að á árinu 2011 voru nýskráð mál alls 1397 talsins og óafgreidd erindi frá fyrra ári 190. Frá árinu 2007 hefur orðið 65% aukning á málafjölda hjá stofnuninni en á sama tíma hefur starfsmönnum stofnunarinnar fækkað.

13.12.2012 : Datatilsynet í Noregi sektar Háskólann í Bergen

Datatilsynet hefur sektað Háskólann í Bergen um 250.000 norskar krónur vegna óheimillar vinnslu með viðkvæmar persónuupplýsingar um þrettán þúsund einstaklinga. Háskólinn notaðist við upplýsingar um einstaklingana í rannsókn án þeirra samþykkis og án þess að sækja um tilskilin leyfi til stofnunarinnar.

10.12.2012 : Ný grein á vef framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins

Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins birti nýverið stutta og aðgengilega grein um tillögur sínar að nýrri reglugerð um persónuvernd.

5.11.2012 : Norræn mál um notkun tölvuskýjalausna Microsoft Office 365 og Google Apps

Til fróðleiks er hér birt stutt umfjöllun um tvö mál varðandi notkun tölvuskýja hjá hinu opinbera. Er annað frá Danmörku og hitt frá Noregi. Í báðum niðurstöðunum er rík áhersla lögð á gerð vinnslusamnings við tölvuskýjaveitanda - að undangengnu áhættumati og að uppfylltum öðrum skilyrðum laga um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga.
Síða 33 af 53


Var efnið hjálplegt? Nei