Fréttir

Fyrirsagnalisti

5.8.2008 : Ekki réttar forsendur við breytingu á varðveislutíma upplýsinga um lyfjaneyslu

 

Persónuvernd hefur sent heilbrigðisráðherra og formanni heilbrigðisnefndar Alþingis bréf með ábendingu um að ekki hafi verið byggt á réttum forsendum þegar lögum um varðveislutíma upplýsinga um lyfjaneyslu var breytt í vor.

 

5.8.2008 : Notkun á lyfjagagnagrunni Landlæknis; umboðsmaður Alþingis

Persónuvernd hefur borist afrit af bréfi umboðsmanns Alþingis, dags. 17. júlí 2008, til landlæknis varðandi kvörtun yfir úrskurðarnefnd almannatrygginga.

22.7.2008 : Nýjar reglur um tilkynningarskylda og leyfisskylda vinnslu persónuupplýsinga

Á fundi stjórnar Persónuverndar þann 30. júní voru samþykktar nýjar reglur um tilkynningarskylda og leyfisskylda vinnslu persónuupplýsinga.

11.7.2008 : Póst- og fjarskiptastofnun setur nýjar reglur um númerabirtingar

Póst- og fjarskiptastofnun hefur gefið út nýjar reglur um fyrirkomulag númerabirtingar, nr. 629/2008.

8.7.2008 : Fjarvistaupplýsingum eytt í framhaldi af úrskurði Persónuverndar

Í framhaldi af úrskurði Persónuverndar, sem kveðinn var upp í apríl sl., um skráningu fjarvistaupplýsinga hefur Heilsuverndarstöðin (Inpro) nú eytt upplýsingum úr gagnagrunni sínum.

28.4.2008 : Meðferð persónuupplýsinga um börn

Hinn 18. febrúar sl. samþykkti hinn sk. 29. gr. starfshópurinn vinnuskjal um vernd persónuupplýsinga um börn. Hópurinn sinnir ráðgjafarhlutverki um persónuverndarmálefni í Evrópusambandinu og á m.a. að stuðla að samræmi í framkvæmd persónuverndarlöggjafar í Evrópu.

22.4.2008 : Kortaskilmálar Kaupþings

Í mars síðastliðnum barst Persónuvernd kvörtun einstaklings vegna kortaskilmála Kaupþings sem taka áttu gildi 10. þess mánaðar. Jafnframt barst erindi frá Neytendasamtökunum. Kortaskilmálarnir sem um ræðir sneru m.a. að gerð persónusniða og sendingu sms-skilaboða til korthafa.

17.3.2008 : Niðurstaða Úrskurðarnefndar um upplýsingamál

Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur komist að niðurstöðu í máli er varðar ákvörðun Persónuverndar um að birta á heimasíðu sinni úrlausn í máli nr. 2007/497.

20.12.2007 : Úttekt Persónuverndar á lífsýnasöfnum Krabbameinsfélags Íslands

Persónuvernd hefur lokið skoðun sinni á lífsýnasöfnum Krabbameinsfélags Íslands, en félagið rekur tvö söfn - annars vegar lífsýnasafn Frumurannsóknastofu leitarsviðs og hins vegar Lífsýnabanka KÍ (safn Rannsóknastofu í sameinda- og frumulíffræði).

 

Síða 44 af 53


Var efnið hjálplegt? Nei