Fréttir

Fyrirsagnalisti

4.3.2005 : Upplýsingaöflun Hagstofunnar

Persónuvernd barst fyrirspurn um heimildir Hagstofunnar til að afla sér upplýsinga úr skattgögnum og Landskrá fasteigna.

28.2.2005 : Dagbækur grunnskólabarna

Persónuvernd barst fyrirspurn um hvort heimilt væri, við færslur í dagbækur nemenda, að nafngreina fleiri en þann tiltekna nemanda sem dagbókin tilheyrir.

11.2.2005 : Öflun kennitölu í staðgreiðsluviðskiptum

Svarbréf Persónuverndar vegna erindis er laut að notkun kennitölu í staðgreiðsluviðskiptum.

31.1.2005 : Miðlun upplýsinga úr vanskilaskrá

31. janúar 2005

9.11.2004 : Samræmd norræn úttekt á meðferð persónuupplýsinga um starfsumsækjendur

Hinn 2. nóvember 2004 lauk Persónuvernd fyrir sitt leyti verkefni sem ákveðið var á fundi forstjóra norrænu persónuverndarstofnanna hinn 20. og 21. nóvember 2003.

2.11.2004 : Heimilisfangaleynd í þjóðskrá

Hinn 29. október 2004 fundaði stjórn Persónuverndar með fyrirsvarsmönnum Hagstofunnar. Persónuvernd höfðu borist ábendingar um að þörf gæti verið á því fyrir einstaklinga að skipta um lögheimili án þess að miðlað væri upplýsingum um hið nýja heimilisfang og því var m.a. rætt um mögulega heimilisfangaleynd í þjóðskrá.

19.10.2004 : Hversu meðvitaður ert þú um þinn rétt?

Gerð könnunar á því hversu vel fólk þekkir til starfsemi Persónuverndar og hversu vel það telur sig þekkja rét sinn samkvæmt lögum.

12.8.2004 : Nýjar reglur um tilkynningar- og leyfisskyldu

Hinn 12. ágúst 2004 samþykkti stjórn Persónuverndar nýjar reglur um tilkynningarskylda og leyfisskylda vinnslu persónuupplýsinga. Þær hafa verið birtar í Stjórnartíðindum og eru nr. 698/2004.

24.5.2004 : Miðlun farþegaupplýsinga til Bandaríkjanna

Hinn 24. maí 2004 sendi Persónuvernd Flugleiðum hf. bréf þar sem óskað er skýringa í tengslum við væntanlega miðlun upplýsinga um flugfarþega og flugáhafnir frá félaginu til bandarískra stjórnvalda samkvæmt kröfu þeirra þar að lútandi.
Síða 52 af 53


Var efnið hjálplegt? Nei