Leyfisveitingar
Fyrirsagnalisti
Veitt leyfi og tilkynningar í mars 2014
Veitt leyfi og tilkynningar í febrúar 2014
Í febrúar 2014 voru samtals veitt 34 leyfi í tengslum við rannsóknir og verkefni. Einnig bárust stofnuninni 81 tilkynning um vinnslu persónuupplýsinga.
Veitt leyfi og tilkynningar í desember 2013 og janúar 2014
Í desember 2013 og janúar 2014 voru samtals veitt 31 leyfi í tengslum við rannsóknir og verkefni. Einnig bárust stofnuninni 103 tilkynningar um vinnslu persónuupplýsinga.
Nýtt starfsleyfi fyrir Creditinfo Lánstraust hf.
Persónuvernd hefur veitt Creditinfo Lánstrausti hf. nýtt starfsleyfi til vinnslu upplýsinga um fjárhagsmálefni og lánstraust einstaklinga. Gerðar hafa verið tilteknar breytingar frá fyrra leyfi, dags. 19. júní 2012 (mál nr. 2012/266). Nánar tiltekið segir nú í 2. mgr. 2. gr. leyfisins að ekki sé heimil vinnsla upplýsinga um greiðsluaðlögun eftir að greiðsluaðlögunartímabili er lokið, en áður mælti leyfið fyrir um slíkt bann þegar um ræddi endanlega samþykkta greiðsluaðlögun. Þá kemur nú fram í f-lið 1. mgr. greinar 2.8. að nægilegt sé að tilkynningar til hinna skráðu um uppflettingar á þeim séu sendar þeim mánaðarlega.
Nýtt starfsleyfi fyrir Creditinfo Lánstraust hf. til vinnslu upplýsinga um einstaklinga
Persónuvernd hefur gefið Creditinfo Lánstrausti nýtt starfsleyfi til vinnslu upplýsinga um einstaklinga. Að því er skilmála varðar er vísað til reglugerðar nr. 246/2001.
Veitt leyfi og tilkynningar í október og nóvember 2013
Í október og nóvember 2013 voru samtals veitt 21 leyfi í tengslum við rannsóknir og verkefni. Einnig bárust stofnuninni 104 tilkynningar um vinnslu persónuupplýsinga.
Synjun á leyfi vegna rannsóknar
Synjun á leyfi vegna rannsóknar - mál nr. 2013/213
Persónuvernd hefur tekið ákvörðun varðandi umsókn rannsakanda um leyfi til að samkeyra persónuupplýsingar sem urðu til við gerð rannsóknar á hans vegum við gögn Námsmatsstofnunar. Þar sem rannsakandi hafði ekki aflað samþykkis þátttakenda fyrir áframhaldandi varðveislu gagnanna, eða reynt að tryggja lögmæti vinnslunnar með öðrum hætti, taldi stofnunin að ekki væru forsendur til þess að líta svo á að lögmætar heimildir væru fyrir varðveislu gagnagrunns rannsóknarinnar. Lagt var fyrir rannsakanda að eyða öllum persónuupplýsingum um þátttakendur ef ekki fengjust upplýst samþykki fyrir áframhaldandi varðveislu gagnanna fyrir 1. nóvember næstkomandi.