Fréttir

Fyrirsagnalisti

24.3.2020 : Afgreiðsla á máli vegna vísindarannsóknar á COVID-19

Föstudaginn 20. mars sl. barst Persónuvernd til umsagnar frá Vísindasiðanefnd umsókn frá Íslenskri erfðagreiningu um heimild til að gera rannsókn á faraldsfræði SARS-CoV-2-veirunnar og áhrifum erfða og undirliggjandi sjúkdóma á COVID-19-sjúkdóminn sem hún veldur. Umsögn var send frá Persónuvernd til nefndarinnar í gær, mánudaginn 23. mars. Kemur þar fram, með vísan til þeirra almennu skilyrða sem gilda um vísindarannsóknir á heilbrigðissviði, að ekki séu gerðar athugasemdir við að nefndin taki umsókn ÍE til efnislegrar afgreiðslu. Umsögn Persónuverndar má sjá hér að neðan. 

21.3.2020 : Umsókn um heimild til vísindarannsóknar á COVID-19

Tilkynning frá Persónuvernd

Að gefnu tilefni vill Persónuvernd koma eftirfarandi upplýsingum á framfæri.

20.3.2020 : Yfirlýsing Evrópska persónuverndarráðsins vegna COVID-19

Evrópska persónuverndarráðið, sem Persónuvernd á aðild að, gaf í dag út yfirlýsingu vegna vinnslu persónuupplýsinga í tengslum COVID-19. Ráðið leggur áherslu á að persónuverndarlög koma ekki í veg fyrir vinnslu persónuupplýsinga vegna ráðstafana til að hefta útbreiðslu faraldurs á borð við COVID-19. 

13.3.2020 : 18. fundur Evrópska persónuverndarráðsins í Brussel 18.-19. febrúar 2020

Dagana 18.-19. febrúar 2020 fór fram 18. fundur Evrópska persónuverndarráðsins (EDPB) en hann sitja fulltrúar allra persónuverndarstofnana innan EES og Evrópsku persónuverndarstofnunarinnar (EDPS).

8.3.2020 : Vegna umræðu í fjölmiðlum um skimun fyrir Covid19-veirunni

Sameiginleg fréttatilkynning frá Vísindasiðanefnd og Persónuvernd

Að gefnu tilefni vilja Vísindasiðanefnd og Persónuvernd koma eftirfarandi upplýsingum á framfæri.

6.3.2020 : Vinnsla persónuupplýsinga á vinnustöðum í tengslum við sóttvarnir (COVID-19)

Á vinnustöðum getur verið nauðsynlegt að skrá niður lágmarksupplýsingar í tengslum við útbreiðslu COVID-19 veirunnar, í þeim tilgangi að hefta útbreiðslu hennar og til að tryggja öryggi og heilbrigði á vinnustað. Vegna þessa hefur Persónuvernd gefið út leiðbeiningar til atvinnurekenda hvað þetta varðar. 

26.2.2020 : Heimildir sóttvarnalæknis til gagnaöflunar í tengslum við COVID-19

Persónuvernd hefur svarað erindi embættis landlæknis varðandi heimildir sóttvarnalæknis til gagnaöflunar og vinnslu persónuupplýsinga í tengslum við sóttvarnaráðstafanir vegna COVID-19 veirunnar, en svar Persónuverndar er að finna hér fyrir neðan. Er það mat Persónuverndar að með hliðsjón af ákvæðum sóttvarnalaga sé sóttvarnalækni heimilt að afla gagna frá öllum þeim aðilum, sem geta veitt upplýsingar þegar út brýst hópsýking eða farsótt sem ógnar heilsu manna, og vinna með þær upplýsingar að því marki sem nauðsynlegt er.

Síða 20 af 53


Var efnið hjálplegt? Nei