Fréttir

Fyrirsagnalisti

30.4.2009 : Lánstraust; rökstuðningur fyrir synjun

Lánstrausti hf. (Credit-Info) var synjað um tiltekna vinnslu persónuupplýsinga þegar því var síðast veitt starfsleyfi. Hefur sú ákv. nú verið rökstudd sérstaklega.

24.4.2009 : Birting mynda af dæmdum barnaníðingum á netinu

 

Persónuvernd hafa borist fyrirspurnir um myndbirtingar á netinu, þ.e. myndir af dæmdum barnaníðingum, en myndbirting kann að raska friðhelgi barnsins.

 

8.4.2009 : Aðgangur að samanburðarmati sálfræðings. Frávísun

Persónuvernd hefur vísað frá máli varðandi aðgang að gögnum sem unnin voru í tengslum við ákvörðun um ráðningu í starf hjá Landhelgisgæslunni.

30.3.2009 : Birting upplýsinga um hlutabréfaeign einstaklinga

Persónuvernd hefur svarað fyrirspurn um það hvaða reglur gildi um birtingu upplýsinga um hlutabréfaeign einstaklinga og því hvort safna megi slíkum upplýsingum og birta á opinberum vettvangi. Einnig svaraði Persónuvernd því hvort munur væri á birtingu upplýsinga um eign einstaklinga í almennum hlutafélögum sem eru í Kauphöll Íslands og þeirra eigna sem eru í öðrum einkahlutafélögum.

 

3.2.2009 : Sjúkraupplýsingar LSH um hjartasjúklinga varðveittar í Svíþjóð

Persónuvernd gerir ekki athugasemdir við að persónuupplýsingar um fólk með hjartasjúkdóma verði varðveittar í sjúkrahúsi í Uppsala.

12.1.2009 : Yfir 1.000 mál hjá Persónuvernd

Á árinu 2008 voru alls skráð 988 ný mál. Óafgreidd erindi frá fyrra ári voru 297 þannig að alls hafði stofnunin til meðferðar 1.285 mál á árinu sem var að líða og höfðu 1.072 mál verið afgreidd fyrir lok ársins.

29.12.2008 : Um skimunarbúnað

29.12.2008 : Skimunarbúnaður

Flugyfirvöld íhuga að taka í notkun líkamaskanna („body scan“) til eftirlits með flugfarþegum. Með honum er hægt að skima og sjá líkama farþeganna.

Síða 41 af 53


Var efnið hjálplegt? Nei