Fréttir

Fyrirsagnalisti

3.4.2006 : Úttektir hjá félagsþjónustum á höfuðborgarsvæðinu

3. apríl 2006 lauk Persónuvernd því verkefni að kanna lögmæti og öryggi vinnslu persónuupplýsinga hjá félagsþjónustum Reykjavíkur, Kópavogs, Garðabæjar, Hafnarfjarðar og Mosfellsbæjar. Komst stofnunin að þeirri niðurstöðu að vinnsla persónuupplýsinga hjá öllum þessum félagsþjónustum væri heimil að lögum. Þá taldi stofnunin öryggi vinnslunnar ekki ábótavant hjá öðrum félagsþjónustum en þeirri í Hafnarfirði. Var þó talið rétt að leiðbeina um tilteknar úrbætur á öryggiskerfi allra félagsþjónustnanna, en til félagsþjónustunnar í Hafnarfirði var auk þess beint fyrirmælum um tilteknar úrbætur.

23.3.2006 : Heimildir tryggingafélaga

Vegna mikillar umræðu í fjölmiðlum að undanförnu um afstöðu Persónuverndar varðandi heimildir tryggingafélaga til að afla upplýsinga um ættgenga sjúkdóma umsækjenda, skal eftirfarandi tekið fram:

23.1.2006 : Um meðferð tölvupósts

23. janúar 2006

Í tilefni af erindi stéttarfélags veitti Persónuvernd leiðbeiningar um meðferð tölvupósts. Bréfið er birt hér að neðan.

11.1.2006 : Útgáfa leyfa í tengslum við kaup ÍE á hlutafé í UVS

11. janúar

Persónuvernd fékk þann 8. desember 2005 erindi frá Urði, Verðandi, Skuld ehf. (UVS) og Íslenskri erfðagreiningu ehf. ÍE) um það með hvað hætti standa bæri að meðhöndlun persónuupplýsinga sem til hafa orðið í krabbameinsrannsóknum á vegum þessara aðila, ef til þess kæmi að ÍE myndi festa kaup á hlutfé UVS og félögin eftirleiðis hafa samvinnu um framkvæmd rannsóknanna.

18.10.2005 : Aðgengi að upplýsingum um lögskráningu sjómanna

Persónuvernd barst fyrirspurn um aðgengi vátryggingarfélaga að upplýsingum um lögskráningu sjómanna.

9.9.2005 : Afhending lista yfir þá sem lokið hafa verðbréfaviðskiptaprófi

Persónuvernd barst fyrirspurn um hvort heimilt væri að afhenda lista með nöfnum þeirra sem lokið hafa verðbréfaviðskiptaprófi.

5.9.2005 : Kennitölunotkun í farþegaskipi

Persónuvernd barst fyrirspurn um kennitölunotkun í farþegaskipi.

24.8.2005 : Rafræn vöktun er ekki ávallt tilkynningarskyld

Í tilefni af umræðu um eftirlitsmyndavélar vill Persónuvernd benda á að rafræn vöktun sem eingöngu fer fram í öryggis- og eignavörsluskyni er ekki tilkynningarskyld til Persónuverndar.

17.8.2005 : Lokað á íslensk greiðslukort

Persónuvernd barst erindi vegna beiðni íslenskra samtaka til erlends fyrirtækis um að hafna viðskiptum við þá sem greiða með íslenskum greiðslukortum.
Síða 49 af 53


Var efnið hjálplegt? Nei